15.12.2008 | 23:11
Í fréttum er þetta
Mér hefur oft fundist margt skrítið sem sagt er frá í fréttum. Nauðaómerkilegir hlutir sem sumum blaðamönnum þykja hipp og kúl rata á forsíður og fáránlegir hlutir eru gerðir að stórmáli. Á undanförnum árum hefur fáum fundist þess virði að flytja fréttir af sjávarútvegi og fiskveiðum, það er svo helvíti vond lykt af fiski. Það er alveg rétt sem sagt hefur verið, að það var snobbað ótrúlega fyrir fjármálageiranum í fréttum. Þá skoðun hef ég haft lengi.
En nú má viðurkenna að sjávarútvegur og landbúnaður séu mikilvægar undirstöðuatvinnugreinar og fréttaþátturinn Auðlindin er skyndilega kominn aftur á dagskrá og fleiri lesa Fiskifréttir, sem er reyndar bara orðið að ofurlitlu horni í Viðskiptablaðinu í dag. Í 10 fréttum RÚV er sem betur fer hætt að segja frá Nasdakk og Fútsí vísitölunum sem venjulegur meðaljón skilur ekkert hvað þýðir og bissnessliðið sem skilur það vissi allt um þegar það fór úr vinnunni seinni part dags.
Nú í desember er svo stanslaust sagt frá því í fjölmiðlum að jólin séu að koma. Er það frétt? Mér þætti það heldur vera frétt ef þau kæmu ekki, það mætti sko birta á forsíðum og vera fyrsta frétt í útvarpi og sjónvarpi ef svo væri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.