Leita í fréttum mbl.is

Um fagleg vinnubrögð stjórnvalda

Nokkrir athygliverðir punktar hafa komið  fram í fjölmiðlum að undanförnu:

Geir Haarde var spurður að því í sjónvarpsviðtali hvort hann teldi að ráðning Davíðs á sínum tíma í Seðlabankann hafi verið fagleg. Hann svaraði: "Já hún var fagleg, ég réði hann". Þannig starfa valdaklíkur einmitt. Þú ræður mig og ég ræð þig. Þeim finnst þetta sem sagt vera faglegt. Að ráða mann sem aldrei hefur unnið í banka eða fjármálastofnun til að stýra þessari gríðarlega mikilvægu stofnun, bara af því að nú er komið að ákveðnum flokki í röðinni að pota sínum gullkálfi að kjötkötlunum. Sama má segja um nánast allt bankaráðið, vinir og velgjörðamenn aðal bankastjórans í meirihluta í ráðinu, sitja þar á fundum og drekka kaffi og borða flott bakkelsi á dúndurlaunum og hlusta á kónginn upphefja sjálfan sig og segja brandara, endurunna úr Útvarp Matthildi.

Í viðtali við einn fjölmiðilinn segir mjög virtur bandarískur hagfræðingur um ástandið: "Landinu ykkar hefur verið stjórnað af flónum" Þetta getur ekki orðið mikið skýrara. Menn hlustuðu ekki á viðvaranir, þeir voru of klárir og það voru svo "myndarlegar" upphæðir að streyma í ríkissjóð frá snillingum í ofvöxnum bönkum. Í upphafi einkavæðingar og frjálshyggjuæðis var hér blóðhundum sleppt lausum, en sáralitlar girðingar settar upp. Svo ætluðust stjórnvöld bara til að blóðhundarnir höguðu sér vel og treystu þeim. Þeir óðu svo um allt og stukku yfir flestar girðingarnar og fljótlega kom það stjórnvöldu líka á óvart að sumir auðmenn í landinu fóru að verða of ríkir og valdamiklir og hlýddu ekki stjórnvöldum. Þeir hinir sömu fengu líka milljarða málaferli að launum frá fokvondu Bláu höndinni á kostnað skattgreiðenda.

Sænskur hagfræðingur sagði um daginn að "kapítalisminn hefði tekinn út í ystu öfgar á Íslandi", ekki einu sinni Bandaríkjunum sjálfum hefði nokkurn tímann dottið í hug að ganga svona langt. Flumbrugangur, fljótfærni og ákafi við að hleypa þessum frjálshyggjudraumi af stokkunum var framkvæmdur af flónum og öfgamönnum sem klöppuðu hver öðrum á bakið og sungu útrásarsöngva með Útvarp Matthildi skrúfaða í botn.


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Heyr, heyr !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 51521

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband