28.8.2008 | 13:10
Garbage mountain
Þegar ég var í Kambódíu um daginn þá fór ég á ruslahaugana í Phnom Penh, sem kallast Garbage mountain. Það er sko sannkallað ruslafjall og þar lifir fólk og hrærir í ruslinu alla daga og ræðst á ruslabílana þegar þeir koma til að sturta. Það var alveg hreint ótrúlegt að sjá að fólk skuli búa við svona aðstæður, það getur varla verið hægt að lifa subbulegra lífi. Tötraleg og grútskítug börn jafnt sem bogin gamalmenni róta í ruslinu, geitur og hænur eru á beit og éta úldinn úrgang. Lyktin var svo ótrúlega sterk að gríman sem ég var með á mér hafði lítið að segja í stækjunni og 40 stiga hita. En ég tók eftir því að engar rottur voru á vappi á ruslafjallinu, þær hafa líklega verið í hádegismatinn.

![]() |
Rotturéttir seðja hungrið á krepputímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íííjúúú!!En þeim er ábyggilega sama um hvort að rottur séu á ''matseðlinum''Aumingja fólkið segi ég nú bara.Og ég er með svaka áhyggjur,á ég að hafa nauta-eða lambasteik um helgina.Djö hefur maður það gott annars.....ég er nýbúin að taka til í frystikistunni og það er þokkalega mikið sem ég þarf að henda.Ég held að þau myndu alveg þiggja það,þó það séu árs gamlir fiskborgarar og frostþurrar þorsklengjur.Eitthvað sem við erum ekki að höndla!!!En svona er heimurinn.....hvað getur maður eiginlega sagt??
Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.