24.8.2008 | 19:07
Rafrænar löggur og undarleg stjórnsýsla
Stóri bróðir er víða. Myndavélar eru út um allt að taka myndir af okkur og öllu sem við gerum. Þær eru í senn orðnar löggur, vitni, uppljóstrarar og dómarar sem enginn deilir við. Allt sem myndavélarnar sjá og heyra okkur gera er 100% rétt og öruggt. Það sem þær koma upp um er prentað út og skýrslan er klár og þrjóturinn dæmdur sekur um leið án þess að mannshöndin komi þar nærri. Þetta virðist vera framtíðin þar sem menn vilja ekki vera lengur í löggunni, það er of dýrt að borga fólki fyrir slíkt.
Ég lenti í því um daginn að vera á leiðinni til Reykjavíkur frá Sandgerði og myndavél við þjóðveginn þar tók mynd af mér og dæmdi mig til 7500 króna sektar fyrir það að hafa keyrt á 97 km. hraða. Fékk sektina senda heim, en eitthvað er stjórnsýslan undarleg. Það getur varla verið mikið hagræði í því að rafræna löggan við þjóðveginn sendi fyrst skýrslu um glæpamanninn til lögreglunnar á Reykjanesbæ, þar sé skýrslan síðan áframsend til Sýslumannsins á Snæfellsnesi sem lætur síðan Sýslumanninn á Hvolsvelli senda sektarmiðann í pósti til glæpamannsins. Getur varla verið hagkvæmt kerfi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Viðskipti
- Skuldabréfamarkaðurinn hagar sér með óhefðbundnum hætti
- Fréttaskýring: Hvað á núna að gera við Trump?
- Ágæt þróun en alþjóðleg óvissa vofir yfir
- Áætlanir fyrirtækja breytast
- Hlutabréfamarkaðir hafa áhrif á daglegt líf landsmanna
- Telja þörf á að styrkja gjaldeyrisvaraforðann
- Trump tefur tollana - nema á Kína
- Sterkur Seðlabanki mikilvægur
- Ölgerðin búi yfir möguleikum til innri og ytri vaxtar
- Ingvar tekur við af Jónasi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.