16.8.2008 | 22:12
Maður spyr sig
Eftir að hafa farið um þriðja heiminn og séð með eigin augum hvað heilu þjóðirnar hafa það hrikalega skítt á tuttugustu og fyrstu öldinni þá hugsar maður ýmislegt. Hvað í fjandanum erum við að væla, eigum nánast allt til alls og megum allt og lifum í vellystingum. Við erum sífellt kvartandi undan smámunum og erum aldrei ánægð og stöðugt þunglynd og ómöguleg.
Bláfátækt fólk í Kambódíu sem á varla fyrir mat og býr í handónýtum kofaskriflum sem halda hvorki vatni né vindi er sífellt brosandi. Af hverju? Börnin eru glaðleg og virka hamingjusamari en íslensk börn, sem rífa bara kjaft og fara í fýlu ef þau fá ekki að leika sér í nýjustu tölvuleikjunum. Er von að maður spyrji sig. Hamingjan felst sennilega ekki í því að eiga allt.
Maður spyr sig líka að einu eftir að hafa farið um þetta land og séð alla eymdina og kynnt sér sögu Kambódíu. Hvar í fjandanum voru frelsarar alheimsins (bandaríski herinn) þegar geðbilaður einræðisherra var í óða önn að myrða þjóð sína kerfisbundið með skelfilegum pyntingum og hrottalegum aftökum? Hersveitir Pol Pot drápu nokkrar milljónir landsmanna, aðallega menntafólk og fólk með skoðanir. Svar: Kanarnir voru staddir hinu megin við landamærin á nornaveiðum, að eltast við ímyndaða kommúnista og drepa Víetnama. Það hentaði Kananum greinilega ekki þá að fara að skipta sér af þessu þjóðarmorði. Ef þessi helför hefði verið stöðvuð væri kambódíska þjóðin sennilega ekki í skítnum í dag. Nágrannar þeirra Tælendingar, eru t.d. áratugum á undan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að maður geti ekki einu sinni ímyndað sér þær hörmungar sem að yfir þetta fólk hefur dunið, og það er rétt hjá þér þessi væll í okkur er bara prump.
Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:07
Væl/væll getur átt sér margar útgáfur. Fólk sem lífið reynir virkilega á, er yfirleitt æðrulaust og tekur áföllum með festu og bjartsýni. Þetta fólk vælir ekki. Þetta fólk leytar lausna á málunum.
Hinsvegar íslenskt væl sem við verðum oft var við hér á fróni, er samofið af frekju, minnimáttarkennd og vorkunsemi. Afbrýðisemi og öfund er líka stór þáttur í vælinu "ég á svo bágt og ég á svo erfitt". Lífsgæðakapphlaupið hefur villt um fyrir fólki. Oftast er það sama fólkið sem dettur í þennan farveg. Og flest öll þekkjum við vælandi fólk.
En þeir sem hafa ferðast til landa miskunarleysis og einræðis fá að sjá með eigin augum hversu gott - hversu rosa gott íslendingar hafa það miðað við mörg önnur ríki.
Þar sem íslendingar eru ekki með herskildu, ætti að senda hvern og einn einsakling í einhvern tíma til þróunarlandana.
Gerum lífið skemmtilegra :-)
Kalli (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.