Leita í fréttum mbl.is

Atvinnumótmælasauðir

Fór í dag upp í Hvalfjörð til að mynda mótmælendur. Sauðirnir sem eru frá ýmsum löndum voru ánægðir þegar þeir fengu athygli sjónvarpsfrétta og voru með talsmann sem bauð að fyrra bragði upp á viðtal. Hetjurnar völdu sér mesta skítaveður sem komið hefur í sumar og voru norpandi í kuldanum, liggjandi saman hlekkaðar á veginum. Tveir voru hálf stjaksettir ofan á álstöngum við hliðina. Það sem verið var að mótmæla er reyndar í Afríku en það er ekki aðal málið.

Þegar atvinnusauðirnir gáfust upp og fóru að taka niður álstangirnar vildi ekki betur til en svo að þeir misstu þær í hausinn á einum sauðnum svo að hann lá blóðugur eftir og endaði á sjúkrahúsi. En þarna sneru sauðirnir við blaðinu og tóku að halda fyrir linsu myndatökumanns og standa fyrir framan tökuvélina. Það hentaði þeim skyndilega ekki lengur að láta taka af sér myndir.


mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skrýtið er að aldrei er talað um "atvinnu"-meðmælendur þegar nöfn þeirra forstjóra, framkvæmdastjóra og annarra ráðamanna ber á góma, sem eru talsmenn og verjendur stóriðju- og virkjanaframkvæmda og fá sannanlega borgað há laun fyrir, oft beint úr ríkissjóði.

Ómar Ragnarsson, 21.7.2008 kl. 19:08

2 identicon

Ætli megi ekki kalla það sauðshátt að sýna enga viðleitni til að kynna sér siðferði þeirra fyrirtækja sem við seljum orkuna okkar á spottprís, eða þau áhrif sem rekstur þeirra hefur á náttúruna. Það er ekki aðeins mengun og önnur umhverfisspjöll sem þessi skítafyrirtæki hafa á samviskunni heldur einnig margháttuð mannréttindabrot.

Mótmælin beinast auðvitað gegn áliðnaði á Íslanndi en um leið vekjum við athygli á því að Century er að hefja báxtítnámi í Vestur Kongó. Sú náma á eftir að kosta fjölda manns afkomumöguleika og valda heilsutjóni, fyrir utan umhverfisáhrifin.

Samarendra mun fjalla um menningarleg þjóðarmorð í tengslum við álframleiðslu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni næstkomandi miðvikudag. Ég hvet þig að sjálfsögðu til að mæta og kynna þér hvað sauðsháttur Saving Iceland snýst raunverulega um.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:22

3 identicon

Já og Ómar, ég kalla þá atvinnuumhverfisníðinga.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: kaptein ÍSLAND

kalla þá og þig réttu nafni eva ,atvinnulausa aumingja á hassi sem vita ekki einusinni hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að mótmæla sést best af því sem fatlaða ísland var að gera á grundartanga uppá stultum sitjandi ,skammastu þin bara og hættu þessari þvælu eva og farðu að vinna allmennilega vinnu 

kaptein ÍSLAND, 21.7.2008 kl. 21:26

5 identicon

Skilja sumir ekki hvað borgaraleg óhlýðni er? Það er kannski ekki skrýtið þar sem við Íslendingar erum vanir því að kyssa vöndinn, undirlægjuhátturinn er okkur svo í blóð borinn að það er skammarlegt, sjá t.d. kvótakerfið, þetta stóra óréttlætismál, og hvað gerum við? Jú við tuðum eitthvað hvert í sínu horni að hætti kapteins Íslands. 86% Íslendinga er á móti þessu kerfi en á sama tíma kjósa 40% þjóðarinnar flokkinn sem er varðhundur þess. Þetta kalla ég að kyssa ass. Svo kemur hérna ungt fólk með sterkar skoðanir og fá ekkert nema einhvern óhróður manna sem eru einmitt tuðarar þessa lands sem kjósa mesta spillingarflokk Íslandssögunnar. Svo það skrýtna við þetta allt saman er að svo koma þeir og verja gjörningana sem þessi flokkur fremur þó svo allir viti að um spillingu er að ræða. Eins og t.d. mannaráðningar og fl. Nei við ættum að skammast okkar og reyna að læra eitthvað af þessu fólki, að sætta okkur ekki við hvaða kjaftæði sem er bara vegna þess að einhver stjórnmálaleiðtogi segir að hlutirnir eigi að vera svona. Við eigum að hætta leggjast í duftið í hvert einasta sinn. Ég kaus einu sinni spillingarflokkinn en ég myndi ekki gera það aftur fyrr en hann hættir þessu vinnubrögðum, bara heiðarleika míns vegna. Hvað með ykkur?

Valsól (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:09

6 identicon

Ég er hlynnt mótmælum en ég veit alveg að sumir fá borgað fyrir að mótmæla og þeim er skítsama um hvað málið snýst,vilja bara fá feita launatékkann.

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:00

7 identicon

Hvernig veistu það Brynja? Hverjir fá borgað fyrir að mótmæla? Hversu mikið fá þeir borgað? Hver borgar þeim?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:05

8 identicon

Ég veit það vegna þess að ég þekki nokkra útlendinga sem hafa stundað þetta.Það var fyrir Greenpeace.

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:12

9 identicon

Og voru einhverjir Greenpeace liðar í Hvalfirðinum í fyrradag? Það liggur nefnilega beint við að álykta að þessi athugasemd þín standi í einhverju sambandi við efni færslunnar.

Það er ekkert leyndarmál að Greenpeacesamtökin eru nógu fjársterk til þess að geta haft fólk á launum. Að vísu ekki eins háum launum og þeim sem Landsvirkjun og álfyrirtækin greiða atvinnuumhverfisníðingum. Það er hinsvegar ósmekkleg og tilhæfulaus ágiskun hjá þér að þeir sem vinna fyrir Greenpeace hafi ekki áhuga á þeim málaflokkum sem þeir berjast fyrir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:20

10 identicon

Eva,ég veit ekkert hvaða samtökum þeim tilheyra,skiptir ekki máli.Þetta er bara lið sem nennir ekki að vinna.Búið að fá leið á að hanga á kaffihúsi daginn út og inn og vill hleypa smá fjöri í þetta.Fá borgað fyrir að vera með smá barnalegt vesen einhvers staðar og svo bara öl og djamm á eftir.Mín lokaorð um þetta mál:)Þeir skilja sem vilja skilja:)

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:53

11 identicon

Svo mikið er allavega skiljanlegt að með yfirlýsingu þinni um lokaorðin, áttu við að þú sért ófær um að rökstyðja staðhæfingar þínar. Það er skiljanlegt, enda eiga þær ekki við nein rök að styðjast, heldur eru þær innantómar getgátur, byggðar á fordómum en ekki þekkingu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband