24.4.2008 | 01:14
Óeirðir!
Það fór eins með þennan síðasta vetrardag og þann í fyrra. Stærsta frétt síðasta árs var miðbæjarbruninn og nú á síðasta vetrardag voru það óeirðirnar við Suðurlandsveg sem eru kandídat í það stærsta í ár. Einhver á vettvangi atburða dagsins lét þau orð falla að þeir sem færu í lögguna væru ekki björtustu ljósin í seríunni. Annar sagði að vörubílstjórar væru fokheldir í hausnum. Er það þá þannig að þegar slær í brýnu milli þessarra hópa að þá sé útkoman einhvern veginn svona? Ritstjóri þessarar netsíðu var staddur í hringiðu atburða (vinnu sinnar vegna og tók þessar myndir) og fékk nokkrar eggja- slettur yfir sig í leiðinni og buna úr löggu- maze brúsa straukst við öxl í hamagangnum, ásamt stympingum og troðningi ýmiskonar. Væri ekki bara gáfulegra fyrir lögguna að nota svona vatns-sprautubíla eins og sumsstaðar erlendis þegar óeirðalögregla Íslands þarf svona nauðsynlega að dreifa mannfjölda sem ógnar almannaöryggi. Opna svo bara aftur veginn lokaða og hleypa umferð á, og ekkert rugl! Það er eins gott að vera ekki með neitt múður nálægt þessari löggu framvegis. Þeir sýndu sko lýðnum í tvo heimana og að þeim er alvara. Sumir hinna hættulegu mótmælaborgara voru hel-spreyjaðir í framan eftir laganna merði sem sýndu smælingjunum hvar Björn keypti meisið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta varst sem sagt þú sem varst á hlaupum með myndavélina, sá þarna mann sem var í hringiðunni :-) . Hafði nú orð á því við Örvar að ég hefði nú alveg viljað vera þarna með vélina þó svo að ég fengi yfir mig slatta af eggjum og meðlæti.
Gleðilegt sumar.
Kv
Jóhanna Kr. H
Jóhanna Kristín Hauksd (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.