Leita í fréttum mbl.is

Minning

Nú ertu loksins látin í hárri elli gamla mín. Fregnir af andláti þínu bárust heiman af Íslandi, þar sem ég er staddur erlendis. Það var auðvitað áfall, en þó ekki svo óvænt þar sem þú varst orðin ansi lúin greyið mitt, búin að vera í hálfgerðri gjörgæslu í mörg ár og sérfræðingar voru sífellt að segja að nú hlyti að fara að koma að leiðarlokum.

Ég kynntist þér kornungur að árum og ég hélt að þú værir allt sem ég þyrfti á að halda í lífinu um ókomna tíð. Þegar ég var níu ára varstu svo veik að þú varst send í uppskurð og lýtaaðgerð þar sem m.a. voru fjarlægðir 2 baugar aftan af þér. Þú hresstist nú eitthvað við þetta en varst gjörbreytt í útliti, og ég ungur pilturinn varð svolítið vonsvikinn og var ekki alveg sáttur við þig fyrst á eftir. Fannst þú vera orðin eitthvað rýr. En það jafnaði sig fljótt og unglingsárum kynntumst við fyrir alvöru og ég vildi alltaf hafa þig hjá mér, fékk aldrei nóg. Þá lagði ég það meira að segja á mig að bera út Moggann í brjáluðum vetrarveðrum til þess að við gætum verið meira saman. Þær voru líka ógleymanlegar ánægjustundirnar þegar ég hafði brosandi opnað sætu umslögin í frystihúsinu fyrir austan á sumrin.

Samband okkar minnkaði þegar ég fór í heimavistarskóla en við hittumst þó alltaf meira á sumrin, og þá var nú margt skemmtilegt brallað. Það hryggði mig mikið þegar miskunnarlausir íslenskir jakkafatamenn fóru að misnota þig fyrir nokkrum árum og fóru illa með þig, svívirtu jafnvel opinberlega og á endanum varðstu að lúta í lægra haldi, orðin þrútin og þanin eftir margskonar vaxtaverki og áföll. Bölvuð jakkafötin vildu víst að fá einhverja erlenda í staðinn fyrir þig. Svona er þróunin orðin vinan, erlenda vinnuaflið er að valta yfir allt á litla skerinu okkar.

Elsku Króna mín, ég mun aldrei gleyma þér, þú varst svo stór partur af lífi mínu öll þessi ár. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú reyndir alltaf þitt besta fyrir allt og alla. Hvíldu í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....er þetta ekki full dramatískt

Kærastan (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Nohh,-

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 21.3.2008 kl. 00:14

3 identicon

jedútta mía!!!

kalli (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:30

4 identicon

hehe góður pistill.

d (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband