Leita í fréttum mbl.is

Mazar E Sharif

Nú er ég staddur norður í landi í borginni Mazar E Sharif. Töluvert heitara en í Kabúl, sirka 30 stiga hiti í dag. Fórum um bæinn og það var alveg stappað af fólki út um allt, þvílík glás og allir rosalega uppteknir og mikill handagangur í öskjunni. Töluvert meira af konum í búrkum (aðeins net fyrir augun búningur) heldur en í Kabúl  sem maður sá. Það var átakanlegt að sjá sumar konurnar sem lágu á gangstéttinni og betluðu, þær eiga ekkert, mega ekkert og enginn vill sjá þær því konur sem eru í þessari aðstöðu eru flestar búnar að missa mennina sína og þeirra bíður nánast ekkert nema dauðinn, og sumar taka jafnvel eigiið líf. Mann langar að fara að gráta að horfa upp á svona hryllilegar aðstæður. Hvar eru mannúðar- og mannréttindasamtök þegar svona hlutir eru annars vegar, eða fólk sem þykist vera að bjarga fiskum eða hvölum og eyðir í það milljörðum.Afghan-women


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það...

Kærastan (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 11:31

2 identicon

Vá hvað ég er sammála

Halla (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:02

3 identicon

"Veit ekki hvað þú ert að þvælast þarna... tómir helvítis glæpamenn þarna"...  Maður sem fer sjaldan á Stöðvafjörð og aldrei upp í hérað.. hann fer nú ekki að þvælast þangað...

En hvað segir Allah annars gott... geturu ekki skilið eftir þig eitthvað töff veggjakrot að hætti Jyllandsposten???

Kv

Stebi Sterki! 

Stebi Sterki (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:18

4 identicon

Sammála - þú ættir að bjóða þig fram til þings, drengur :-)

Siggadís (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband