18.2.2008 | 11:16
Ráð-herra
Þetta orð hefur vafist fyrir mörgum að undanförnu og ekki virðist vera neitt annað betra orð í sjónmáli, eða hvað? Orðið Minister gengur ekki alveg á Íslandi þótt aðrar Norðurlandaþjóðir hiki ekki við að lepja slík orð beint upp úr enskunni. Nýlega hitti ég mann sem sagði að Ingibjörg Sólrún væri Ráð-herfa. En Geir Haarde er þá líklega bara Ráð-þrota. Ætli Bjössi Bjarna vilji ekki helst af öllu vera kallaður Stríðs-herra og Árni Matt gæti þá kallast Ráð-ningaherra. Björgvin G. er auðvitað ekkert annað en Ráð-Evra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
”Nú er svo komið að skattayfirvöldin krefja okkur skýringa á því hvernig við höfum efni á því að greiða þá skatta sem þau leggja á okkur”
–Óþekktur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.