4.1.2008 | 14:50
Er heilbrigðisþjónusta bissness?
Heilbrigðisráðherra er nú alveg genginn af göflunum, hann heldur að sjúklingar séu viðskiptavinir og heilbrigðiskerfið sé einn stór bissness þar sem sjúklingar gangi kaupum og sölum. Sjúkrahúsin á Íslandi eiga að fara að keppa við önnur sjúkrahús á Norðurlöndum um sjúklinga. Já takk, hann vill fara í útrás og keppa og keppa, á hvaða plánetu er þessi maður? Það yrði hlegið að Íslandi ef það myndi reyna að keppa við hin Norðurlöndin í heilbrigðisþjónustu. Markaðshyggja íhaldsins er komin út í slíkar öfgar að það er hreint skelfilegt. Einkavæðingin mun koma um leið og hátæknisjúkrahúsið rís, það blasir við.
Væri ekki gáfulegra fyrir ráðherrann að reyna að sinna því brýna verkefni sínu að koma einhverju skikki á helbrigðiskerfið áður en hann vill fara að "keppa" um sjúklinga erlendis frá. Hvar ætlar hann eiginlega að koma innfluttu sjúklingunum fyrir, úti á bílastæði við spítalana? Gangarnir eru alltaf fullir þannig að ekki er pláss þar, og svo er ekki heldur starfsfólk til að sinna þeim sem fyrir eru. Jú auðvitað, stöðumælaverðirnir sem eru farnir að sekta fólk á stæðunum við spítalana geta bara séð um að rukka fyrir erlendu sjúklingana og jafnvel leikið sjúkraliða í leiðinni því eftir nokkur ár verða engir hjúkrunarfræðingar eftir lengur á sjúkrahúsunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.