Leita í fréttum mbl.is

Guðni og Simmi

Hefði verið réttara nafn á bókinni um Guðna Ágústsson sem Sigmundur Ernir var að gefa út. Bókin er auglýst grimmt í fréttatímum Stöðvar 2 þessa dagana þar sem eitthvað úr henni er yfirleitt fyrsta eða önnur frétt. En það má víst ekki láta forstöðumann fréttasviðs Stöðvarinnar líða fyrir það að bókin er svona rosalegt tímamótaverk og stútfull af fyrirsögnum. Sjálfhverfan í bókinni er fullkomin þar sem orðin "ég" og "Sigmundur" koma oftar fyrir en góðu hófi gegnir og þar af leiðandi fer maður að halda að bókin fjalli um þá báða. Sennilega hefur Sigmundur ekki verið rétti maðurinn til að skrifa bók um Guðna. Grípum niður á bls 31 í bókinni:

"Þú ert mjög mikill sveitamaður, spyr ég Guðna sem enn horfir í öldur jökulárinnar og virðist sem dáleiddur af þeim. Ég er það Sigmundur minn, og hef aldrei farið leynt með það. Hversu mikill, spyr ég. Í Húð og hár, svarar Guðni og það getur eiginlega ekki orðið meira." ....."Hvernig öðruvísi, held ég áfram að spyrja. Jú, sjáðu til, Sigmundur Ernir, og hér talar Guðni með þremur errum"

Sigmundur rembist líka við að vera ljóðrænn í bókinni (í anda Guðna) og byrjar á fyrstu síðu með látum. Grípum niður í upphafsorð bókarinnar:

"Sunnlenska maísólin líður yfir Eyjafjöllin í austri. Það er stilltur morgunn og sveitirnar þrútna af vellíðan. Líkast til að hann skríði í fimmtán gráðurnar í dag og haldist heiður fram á kvöld. Inni á Selfossi syngur í trjánum. Það má heyra grösin sperra sig í rótinni. Og stöku ormur týnir lífinu"

Þabbara það já.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið langar mig að sjá sveitir þrútnar af velllíðan

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.11.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband