20.11.2007 | 23:30
Þetta er varla tilviljun
Nú er búið að afhjúpa 4 nýjar blondí þulur sem ætla framvegis að segja okkur blíðlega hvað við erum að fara að horfa á næst í Ríkiskassanum. Þetta er starf sem margir hafa barist fyrir að verði lagt niður nú á tímum hagræðingar í rekstri og nútímalegs sjónvarps en í staðinn er bara bætt við starfskröftum á þessu sviði. Nýlega hætti athyglissjúka þulan (sennilega orðin of fræg) og eina karlþulan mun hafa hætt eftir "samkomulag" við þann sem ræður og rekur slíka starfskrafta. Það dugði honum ekki einu sinni að vera ljóshærður. Núna er lúkkið í þuluklefanum orðið afar einsleitt svo ekki sé meira sagt, allt saman ljóshærðar konur, eða með ljósar strípur og í staðinn fyrir bláskjáinn hefur svo Júróvisjónþularsettið frá 1987 verið dregið fram og sett upp í klefanum.
Endurspeglar þetta smekk dagskrárstjórans sem virðist raða kvenfólki í kringum sig sem steypt er í svipað mót? Vona að enginn misskilji, þetta eru alveg frambærilegar og myndarlegar konur, en voru allar dökkhærðu og rauðhærðu konurnar sem sóttu um alveg ótalandi og forljótar eða hvað og hvar eru karlmennirnir eiginlega, þeir fá bara ekkert koma nálægt þessu. Hvar eru jafnréttissinnarnir núna spyr ég, það er hætt við að það hefðu heyrst óp og læti ef málið hefði snúið á hinn veginn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Innlent
- Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar
- Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
- Unnið við höfnina og dvalið í 20 húsum í Grindavík
- Viðræður ekkert þokast frá því á þriðjudag
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
..á hann ekki ljósku fyrir konu líka annars ætti að gefa þessu séns þær virðast vera í útrýmingarhættu!! http://news.bbc.co.uk/1/hi/health/2284783.stm
Kærastan (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 05:13
ég styð sjóvarpsstjórann í þessu tilfelli, enda aðdáandi ljóshærðra kvenna
D5 (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:14
Hvað er að rauðhærðum ,,ginger" þulum...? Það er stofn í útrýmingarhættu...
Siggadís (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.