28.10.2007 | 12:18
Klikkhausar á ferð í nótt
Um klukkan 3 í nótt vaknaði heimilisfólkið við hávaða og læti fyrir utan húsið og þegar litið var út um eldhúsgluggann var bíll búinn að klessa strætóskýli í rúst og það rauk talsvert úr bílnum. Í þann mund er konan mín tók upp símann til að hringja í 112 þá sé ég hvar gamall maður kemur hlaupandi og dregur ungan pilt blóðugan út úr bílnum og út á frosna grasflöt við hlið bílsins. Á meðan ég kláraði símtalið við 112 manninn þá stökk hjúkrunarfræðingurinn Ólína í fötin og út til að reyna að veita einhverja hjálp. Þegar lögregla og sjúkraflutningamenn reyndu að setja manninn upp á börur fór drengurinn að berjast um og öskra og að lokum var hann bundinn niður á börur og settur inn í sjúkrabíl þar sem hann mun hafa haldið áfram að láta öllum illum látum. Skv. fréttamiðlum var maðurinn undir áhrifum eiturlyfja og var ekki sá eini sem var með ofsaakstur undir áhrifum í nótt, en fullt tungl var á fimmtudag eða föstudag. Ritstjóri tók ljósmyndir á vettvangi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
”Nú er svo komið að skattayfirvöldin krefja okkur skýringa á því hvernig við höfum efni á því að greiða þá skatta sem þau leggja á okkur”
–Óþekktur.
Athugasemdir
Þetta er svakalegt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.10.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.