Leita ķ fréttum mbl.is

Mį segja svona?

Jęja, žį er bśiš aš gefa śt enn eina śtžynnta og uppvaskaša śtgįfuna af Biblķunni og eru sumir kirkjunnar menn margir alveg ęfir yfir žvķ aš endalaust sé veriš aš krukka ķ žessu helga riti og fęra eitthvaš oršalag ķ žvķ til nśtķmans, bara svona rétt til aš sżnast. Verkiš tók ein 18 įr og kostušu herlegheitin ekki nema rśmar 120 milljónir takk fyrir.

Eflaust hafa einhverjir ofsatrśarmennirnir veriš ósįttir viš aš žaš er bśiš aš taka śt oršiš kynvillingur og setja eitthvaš orš ķ stašinn sem žykir ašeins skįrra. Margir voru einnig reišir yfir žvķ aš bśiš er aš setja inn systkini ķ stašinn fyrir bręšur į fįeinum stöšum, svo eitthvaš sé nefnt. Žeir sem verst lįta viršast ekki įtta sig į žvķ aš žaš er bśiš aš vera aš krukka ķ žessari skįldsögu um aldir af allskonar valdasjśkum köllum, ķ gegnum allskonar tķmabil ófrišar og strķšsįtaka. Vķst er aš kirkjan hefur ekki lįtiš sitt eftir liggja ķ gegnum tķšina žegar ofbeldi er annars vegar, margir hafa veriš lįtnir taka trś meš vopnavaldi og alls kyns valdbeitingu, en žaš er önnur saga.

Ašal öfgamašurinn sem risiš hefur upp į afturlappirnar er Gunni ķ Krossinum og fer hann mikinn žessa dagana og gagnrżnir nżjustu śtgįfuna harkalega. Žjóškirkjan stjórnar žvķ aš ein śtgįfa er gefin śt fyrir alla trśarhópa og fęr vķst fullt af peningum til verksins. Ég hitti Gunna nżlega og spurši hann nokkurra spurninga, žó vitandi aš engin nokkur einasta leiš er aš rökręša viš manninn. Hann sagši aš Biblķan frį 1981 vęri "algjör drusla", jį žetta sagši hann oršrétt, en žó "rétt svo nothęf". Hann keypti einhvern tķmann öll eintök af prentuninni frį 1908 til handa fylgisfólki sķnu og segir žį śtgįfu vera hina einu réttu og nothęfu og hśn sé rituš eftir frumritunum. Ha, hvaša frumritum var žį nęsta spurning mķn.

Flestir rökrétt hugsandi menn eru sammįla um aš Biblķan sé mannanna verk og kölluš sé Gušs orš. Fyrrnefndur Gunni er ekki į žeirr skošun. Hann sagši mér nefnilega aš žaš vęri bśiš aš sanna aš žaš sem stendur ķ Biblķunni sé sko ekki skrifaš af mönnum, heldur hafi Guš ritaš žetta ķ stein, žaš eru vķst frumritin. Žetta hafi veriš sannaš meš alls kyns reiknikśnstum og svona snilld geti mannshugurinn alls ekki sett saman. Žabbara žaš jį.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ga ga var stundum sagt um žann sem var ga ga. Ętli ég segi ekki bara ga ga.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.10.2007 kl. 12:10

2 identicon

Endalaust finnst mér skrżtiš aš fjölmišlar skuli yfirleitt fį įlit gunnars ķ krossinum į nokkrum sköpušum hlut.  Viršist vera aš ef mašur er gešsjśkur en lętur ósżnilega vin sin heita gvuš žį allt ķ einu er eitthvaš variš ķ skošanir manns,

Einsi (IP-tala skrįš) 25.10.2007 kl. 15:33

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband