20.10.2007 | 19:32
Villibráð eða viðbjóður?
Fiðurfénaðurinn sem heldur til á höfuðborgarsvæðinu er fyrir löngu hættur að flokkast undir villifugla, enda eru gæsirnar og endurnar orðnar gæfir alifuglar sem halda til hér allt árið um kring. Auk þess er meirihluti þeirra vafalítið drullumengaður og vart til manneldis. Á sumum svæðum í miðborginni er fuglaskíturinn orðinn slíkur að það þarf nánast stígvél til að komast leiðar sinnar. Á undanförnum árum hefur hins vegar sést til fólks, aðallega fátæks af erlendu bergi brotið, á vappi í kringum tjörnina með undarlega poka í eftirdragi. Lögreglan hefur böstað nokkra slíka pokaþrjóta með fiðurfénað sem snúinn var úr hálsliðnum og stungið í poka jafnvel um hábjartan daginn. Ég segi nú bara verði þeim að
góðu, veisla í Brekku. Á borðum hjá þessum þrjótum eru sem sagt gæsir með PCB brauðfyllingu og salmonellumarineraðar endur, beint af gnægtaborði tjarnar og niðurfallskerfa borgarinnar. En þetta fólk er víst bara að bjarga sér þegar lítið er af flöskum til að tína á götunum. Þegar ég sæki mína eigin fiðraða villibráð af þessu tæi þá kýs ég heldur að fara þá leiðina að hafa veiðikort og byssuleyfi og annan viðurkenndan útbúnað. Þær gásir og andir eru "sóttar" langt út í sveitir landsins og renna ljúft niður á tyllidögum með eðal rauðvíni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51614
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.