1.10.2007 | 13:59
Brandari
Í frystihúsi einu úti á landi var 40 manns sagt upp vinnunni og vinnustaðnum lokað. Þeim voru boðnar tvöhundruð þúsund krónur í bætur til að drulla sér burt úr bænum af því að það var ekkert fyrir fólkið að gera þar lengur. En í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá bænum var nýbúið byggja risa-risastóran vinnustað fyrir óteljandi marga milljarða og fleiri hundruð störf í boði þar.
Nei þetta er eiginlega enginn brandari, tek það til baka. Þetta er sorgleg sauðheimska eða eitthvað þaðan af verra. Eða kannski var þetta starfsfólk bara svona sauðheimskt að það á engan séns á að fá vinnu á svona nýtískulegum og hátæknivæddum vinnustað...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 51615
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvern árann meinar þú?
Það sorglega við þetta er að kvótinn er í fáeinum höndum.
Fólk er strengjabrúður kvótaeigenda. Þeir ráða hvernig þeir stilla upp sínum mönnum. Það sem Allli ríki gerði fyrir sig og sitt byggðarlag er nú liðin tíð.
Það er ekki sótsvörtum almúganum um að kenna hvernig byggðum landsins er stjórnað. Stjórnun sú er einnig í fáeinum höndum.
Mig grunar að þú sért að stríða okkur.............
Kalli (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.