21.9.2007 | 14:46
Skyldi Biggi vita af þessu?
Ungur maður sem vann í frystihúsinu á Fáskrúðsfirði fyrir margt löngu velti því ætíð fyrir sér hvort Birgir Kristmunds vissi af því ef eitthvað gerðist á svæðinu. Drengurinn leit mjög upp til hans því honum fannst Biggi vera hörkutól sem vann á löndunarkrananum og gat allt og vissi nánast allt. Ætíð rauk drengurinn til og sagði honum tíðindin þegar eitthvað smálegt gerðist. Biggi var aðal töffarinn, svo átti hann líka vídeoleigu. Drengurinn óx úr grasi og varð síðar töffari sjálfur.
Biggi Kristmunds er búinn að vera viðloðandi þetta frystihús áratugum saman. Hann vinnur enn á krananum og er alltaf á ferðinni við frystihúsið og var því einn af þeim fyrstu sem sá hvað var að gerast á bryggjunni þegar hveitiskútan var böstuð af her lögreglumanna. Biggi var tekinn tali í fréttum RÚV á bryggjunni sinni þar sem hann var spurður hvernig honum hefði orðið við þegar hann sá alla hersinguna á bryggjunni. Hann svaraði pollrólegur að vanda: "Mér varð ekkert við, þetta var ósköp venjulegt sko, eða óvenjulegt. Maður var ekkert að kippa sér upp við það, það var bara eitthvað í gangi"
Já, Bigga Kristmunds kemur fátt úr jafnvægi, enda hörku nagli. Hann er alvanur smyglmálum og allskonar málum og skondin tilviljun að hann var einmitt meintur höfuðpaur í smyglmálinu sem ég rifjaði upp í gær, þegar netabáturinn Þorri var að koma úr siglingu fyrir jólin 1983 og Biggi leigði flugvél með flugmanni á jóladag til að leita úr lofti að góssinu sem hafði rekið út í buskann. En það voru nú bara bjór og vídeospólur sem glötuðust þar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Biggi frændi kallar nú ekki allt ömmu sína,- en ég man einmitt enn hvað amma okkar var hneyksluð á honum Bigga á jóladag að vera að fara í útsýnisflug,- eins og hann sagði henni þegar hann stoppaði við á Kolfreyjustað á rúnti út með firði þennan dag ;) Hún skildi ekkert í drengnum....
ÞHelga (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.