19.9.2007 | 13:29
Brennd andlit á haustin
Nú er sláturtíðin hafin og Pólverjarnir eru byrjaðir að skjóta lömbin á fullu. Það er af sem áður var þegar Ásta í Hólagerði og Eiríkur í Hólmatungu sáu sjálf um að vinna í sláturhúsunum á haustin. Í þá daga borðuðu allir slátur og svið en nútímafólk lítur varla við þessum viðbjóði, enda eru svið bara sinar, skinn og augu sem búið er að kveikja í.
Þegar ég var lítill pjakkur úti á landi fyrir langa löngu var sviðalykt úr hverjum bílskúr á haustin enda nánast skylda að kaupa hausa í Kaupfélaginu og svíða sjálfur. Eitt sinn var hengd upp ansi skondin auglýsing í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga sem á stóð:
TIL SÖLU SVIÐIN SVIÐ OG ÓSVIÐIN SVIÐ.....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nammi namm slátur.. Ertu hættur að borða svoleiðis ógeð?
Dandý (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:52
nei, nú kaupir fólk saltkjöt í heilum og hálfum skrokkum.
kalli pálma (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.