6.9.2007 | 23:21
Allt fyrir Evruna
Stórfyrirtækin á Íslandi virðast vera farin að stjórna þróuninni í þá átt að kasta Krónunni í ruslið og taka upp Evru. Viðskiptaráðherra er með þeim í liði og mun varla líða á löngu þar til þeir koma á myntbreytingu. En Dabbi kóngur í $eðlabankanum er á móti því, þá er engin þörf lengur fyrir fína fína djobbið sem hann réð sjálfan sig í.
Páll Óskar er örugglega hlynntur þessu, hann er nú svo international. Þegar hann kynnti og söng fyrir Kápþing í Laugardalnum í sumar hikaði kappinn ekki við að breyta textanum á nýjasta hommasmellinum sínum og söng "Kaupþing er international"
Er ekki lag fyrir ríku kallana í Actavis, Straumi Burðarás eða jafnvel einhverjum bankanum að gauka nokkrum Evrum að Palla og fá hann til að breyta vinsælasta lagi ársins og gefa það bara út aftur og hafa áhrif. Þetta er alveg rakið dæmi, bara að breyta því smá:
"Allt fyrir Evruna, eina sem aldrei nóg er af, ég segi út með Krónu, inn með Evruna"
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 51617
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.