29.8.2007 | 12:42
Stjörnuvæðing
Í Fréttablaðinu var grein undir fyrirsögninni "Stórstjörnur í spurningaþætti RÚV". Maður bjóst við að þarna væri átt við að frægasta fólk heims væri á leiðinni á klakann, en nei: Stórstjörnurnar voru engar aðrar en Einar Ágúst, Fjölnir Þorgeirs, Þorgrímur Þráins og Ólína Þorvarðar. Ef þetta eru stórstjörnur þá er ég Páfinn. Hef lesið um þessar persónur og séð í sjónvarpi nokkrum sinnum á síðustu árum. Stórstjörnur- minn rass!
Það hefur verið lenska á Íslandi undanfarin ár að skrifa um allskonar fólk í blöð og tímarit og kalla þau stjörnur. Ástandið er alltaf að versna og sumt þetta fólk þarf ekki að hafa sést nema 2-3 skipti á skjánum eða jafnvel nokkrar myndir birst í blöðum eða heyrst í útvarpi í fáein skipti og þá eru þau orðin rosa stjörnur samkvæmt kjaftasögublöðunum. "Sjónvarpsstjarnan Gunni kaupir íbúð" og svo er mynd af Gunna brosandi út að eyrum með gulri stjörnu í horninu sem stendur í "Sjónvarpsstjarna"
Menntaskólaneminn Gunni hefur staðið fyrir framan vídeokameru í 2 skipti og bullað einhverja steypu sem meikar engan sens, og skyndilega er hann orðinn stjarna í þættinum "Váááá!" á sjónvarpsstöðinni Sirkus þar sem hann tekur líka viðtöl við aðra framhaldsskólanema í heitum potti með bjór í hönd í sumarbústað, og Gilsi vinur hans tekur allt upp á litla vídeokameru sem þeir fengu lánaða hjá pabba hans.
Stundum þurfa "stjörnurnar" ekki einu sinni að hafa gert nokkurn skapaðan hlut. Það hefur kannski bara verið send út tilkynning um að þær verði með einhvern ómerkilegan þátt á skjánum næsta vetur og þá er Séð og Heyrt strax farið að froðufella yfir nýstirnunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
Af mbl.is
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
Athugasemdir
Kvistur! þú veist að það eru 270.000 stjörnur á Íslandi. Hinir eru pólverjar.
Mr. D (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:52
Á Íslandi eru aðeins til staðbundnar stjörnur (e. local celebs). Eina raunverulega stjarnan á Íslandi er Björk, og enginn hefur minnsta áhuga á henni.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.8.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.