Leita í fréttum mbl.is

Nei, nú er mælirinn fullur.....

....Þegar ég er nú byrjaður að blogga. En það er víst enginn maður með mönnum í nútíma þjóðfélagi nema hann bloggi, og sé helst pólitískur og beittur. Landið er orðið fullt af sjálfskipuðum fréttastofum í formi bloggsíðna þar sem allir keppast um að fá sem flestar flettingar eins og fjölmiðlar sem keppa um "ratings". Nýlega hitti ég mann (vinnu minnar vegna) sem á vélsmiðjuna sem sér um endurbætur á Grímseyjar-ævintýra-ferjunni. Kallgreyið var búinn að fá sig fullsaddan af allskonar fólki sem hafði hringt í hann dögum saman og spurt spjörunum úr, rétt eins og um alvöru fréttamenn væri að ræða. "Nei ég er bara að skrifa á bloggsíðuna mína um ferjumálið og vildi fá réttar upplýsingar frá fyrstu hendi"...  Enginn friður í vinnunni og kallinn var eiginlega hættur að svara símanum og var orðinn verulega pirraður á þessum ágangi "blaðamanna".

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var að þú byrjaðir að blogga

Albert (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 17:10

2 identicon

Góður... spurning hvort að kallinn nenni að halda þessu úti. verði ekki bara ein færsla og búið???

Danni (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 17:13

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Stórfyndið að almenningur skuli vera farinn að afla heimilda á eigin spýtur. Til hamingju með bloggið kynlegi kvistur. Vertu nú duglegur að vera fyndinn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.8.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband