8.1.2010 | 19:07
Mikill áhugi á froðusnakki
"Það var náttúrulega löngu búið að finna upp þetta snakk, enda al-íslenskt fyrirbæri. En það er ekki fyrr en nú sem okkur hefur tekist að koma því á umbúðir" segir Friðbert Gunnarsson vöruhönnuður, en hann hefur nú ásamt nokkrum öðrum snillingum tekist að koma froðusnakki á umbúðir til útflutnings. Snakkið mun skapa gríðarlegan gjaldeyri enda er Ísland auðugt af froðusnakki og löngu tímabært að koma slíkum auðlindum í verð. Pantanir eru þegar farnar að berast, aðallega frá Bretlandseyjum og Hollandi. "Bretar eru gríðarlega áhugasamir um íslenska froðusnakkið og þeir virðast aldrei fá nóg af íslenskum hugmyndum, enda er þetta ekkert minna en tær snilld" sagði Friðbert að lokum en hann hefur nú tekið upp starfsheitið Froðusnakkur í símaskránni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spakmæli vikunnar
-------------------------
”Nú er svo komið að skattayfirvöldin krefja okkur skýringa á því hvernig við höfum efni á því að greiða þá skatta sem þau leggja á okkur”
–Óþekktur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.