Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Austur-Evróvisjón á fimmtudögum

Íslendingar eru almennt ekki ennþá búnir að fatta að það er búið að færa Evróvisjón yfir á fimmtudaga hvað Ísland varðar. Frónsins framlag verður þar á dagskrá framvegis svo lengi sem menn nenna þessu, og sama hvað allir halda alltaf að lagið sé æðislegt.

Friðrik Ómar segist í viðtali ekkert vera farinn að spá í laugardaginn. Hann er þá sennilega búinn að átta sig á þessu. Hann ætlar samt að láta dáleiða sig, svona til öryggis...


mbl.is „Dávaldur“ með í för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klovn

Hitti dönsku gaurana úr Klovn þáttunum vinsælu. Ekki laust við að þetta séu smitandi trúðar...Klovn

Norsk Rikskringkasting - NRK

Ég hef undanfarin ár tekið fréttir og fréttatengt efni fyrir norska ríkissjónvarpið og þegar Geir Helljesen fréttamaður NRK kemur til landsins þá er ég einkatökumaður hans. Kappinn var á klakanum í vikunni í tilefni þess að 35 ár eru síðan gaus í Eyjum. Ófært var með flugi og þurftum við því að velkjast yfir hafið með hvítu trillunni (Herjólfi). Lókal blaðið í Vestmannaeyjum Vaktin tók þessa skelfilegu mynd af okkur hundblautum eftir tökur í krapa og snjósköflum. Í Eyjum er nú allt á kafi í snjó, en það hefur ekki snjóað svo mikið þar í heil 40 ár að sögn heimamanna.

Nánast hvert mannsbarn í Noregi kannast við Geir sem er álíka þekktur þar í landi og Ómar Ragnarsson er á Íslandi. Geir er þó alveg laus við sprellikallalætin og ofvirknina, en hefur þó flogið með Ómari í einhverri ferðinni á Íslandi. Hann hefur komið hingað sirka 30 sinnum síðan 1972 og hefur upplifað þorskastríð, eldgos, kosningar og fleiri stórviðburði í íslenskri sögu á rúmum 35 árum. Mikill herramaður og reynslubolti þarna á ferð.Með Geir Helljesen


Annállinn

Í fréttaannál RÚV í kvöld bregður kallinum fyrir í röndóttri peysu. Er að gera grín að fréttamanni fyrir klæðaburð þar sem við stöndum fyrir framan kameru að gera klárt fyrir beina útsendingu. Verðlaun í boði fyrir þann sem kommentar fyrstur með hvað ég segi við hann orðrétt. Malmquist og Bergkvist á staðnum - spaugileg atvik í lok innlenda fréttaannálsins.

Laus við afnotagjöldin

Í dag er merkisdagur. Fyrir réttum 3 árum varð ég fastráðinn starfsmaður RÚV og það þýðir sem sagt að ég þarf ekki að borga afnotagjöld aftur meðan ég vinn hjá þeirri stofnun. Að vísu er það skammgóður vermir þar sem afnotagjöld fara inn í skattana eftir ár. Skemmtileg tilviljun að jólakaffi stofnunarinnar var í dag, ég leit á það sem veislu til að fagna góðum áfanga, fékk meira að segja flotta jólagjöf í leiðinni, þá flottustu sem ég hef fengið frá RÚV.

Fyrir um 9 árum þegar ég bjó í Breiðholti, og hafði fyrir um ári keypt mína fyrstu íbúð, bönkuðu 2 skrýtnir menn uppá hjá mér. Annar þeirra var lítill og renglulegur með kringlótt gleraugu og kunni að kjafta, enda sá hann um þann part. Hinn sá um stærðina og vöðvana og af fenginni reynslu var sennilega betra að hann væri með í för í svona erindagjörðum. Þeir voru nefnilega komnir til að vita hvort ég hefði sjónvarpstæki. Nei, ég sagði svo ekki vera. Þeir fóru með það. Viku síðar komu þeir aftur og spurðu sömu spurningar, en bættu svo við eftir neitun hvort ég hefði útvarp. Þeir fengu sama svarið. Ekki gafst sá litli upp og spurði næst hvort ég ætti bíl. Jú, ég átti bíl, "og er þá ekki útvarp í bílnum"? Jújú, það er útvarp í bílnum sagði ég, og þá þakkaði gaukurinn fyrir sig og félagarnir fóru. Stuttu síðar kemur rukkun fyrir afnotagjöldum fyrir öllum pakkanum, sjónvarpi og alles. Minn maður var nú ekki par sáttur við meðferðina og hringdi í RÚV og kvartaði. Þar var mér nánast sagt að þegja og vera ekki að rífa kjaft, þetta væri bara svona og ekkert múður með það.

 


Þetta er varla tilviljun

6þulurNú er búið að afhjúpa 4 nýjar blondí þulur sem ætla framvegis að segja okkur blíðlega hvað við erum að fara að horfa á næst í Ríkiskassanum. Þetta er starf sem margir hafa barist fyrir að verði lagt niður nú á tímum hagræðingar í rekstri og nútímalegs sjónvarps en í staðinn er bara bætt við starfskröftum á þessu sviði. Nýlega hætti athyglissjúka þulan (sennilega orðin of fræg) og eina karlþulan mun hafa hætt eftir "samkomulag" við þann sem ræður og rekur slíka starfskrafta. Það dugði honum ekki einu sinni að vera ljóshærður. Núna er lúkkið í þuluklefanum orðið afar einsleitt svo ekki sé meira sagt, allt saman ljóshærðar konur, eða með ljósar strípur og í staðinn fyrir bláskjáinn hefur svo Júróvisjónþularsettið frá 1987 verið dregið fram og sett upp í klefanum.

Endurspeglar þetta smekk dagskrárstjórans sem virðist raða kvenfólki í kringum sig sem steypt er í svipað mót? Vona að enginn misskilji, þetta eru alveg frambærilegar og myndarlegar konur, en voru allar dökkhærðu og rauðhærðu konurnar sem sóttu um alveg ótalandi og forljótar eða hvað og hvar eru karlmennirnir eiginlega, þeir fá bara ekkert koma nálægt þessu. Hvar eru jafnréttissinnarnir núna spyr ég, það er hætt við að það hefðu heyrst óp og læti ef málið hefði snúið á hinn veginn.


Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband