Færsluflokkur: Kvikmyndir
9.1.2008 | 09:56
10 ára gömul stuttmynd
Var að taka til í gömlu dóti um daginn og rakst þá á vídeóspólu. Á henni var stuttmynd sem ég gerði í Kvikmyndaskóla Íslands árið 1998. Myndin er tekin í Örfirisey og er ekkert talað í henni, einungis umhverfishljóð og tónlist. Aðeins einn leikari kemur fram, Óli Daníel Helgason og er þetta eina kvikmyndin sem hann hefur leikið í. Þetta kallast örmynd því hún er einungis rúm mínúta að lengd og er hún tekin á VHS en klippt á Avid offline. Sem sagt ekki mikil myndgæði í þar á ferð, en það er ekki aðal atriðið því myndin var tilraun til leikstjórnarlegrar túlkunar og hlaut náð fyrir augum skólastjórans, sem fannst þetta "góður vinkill". Gíííífurlegum tæknibrellum var beitt við tökur þar sem m.a. vídeokamera var lögð í lífshættu. Myndin heitir: Leiðin (The way)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar