Færsluflokkur: Bækur
14.12.2008 | 12:12
Saga af klappstýru
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 16:28
Bókaútgáfa blómstrar
Nú fer jólabókaflóðið bráðum að byrja. Því er ekki úr vegi að kynna sér nokkrar nýjar bækur sem eru að koma út og einnig gamlar sem verða endurútgefnar vegna sérstakra aðstæðna í þjóðmálunum. Sumar bækurnar koma aftur út í upprunalegri útgáfu en aðrar endurskrifaðar. Bókunum er oftast skipt í tvo flokka í for-kynningum sem þessari, þykkar og þunnar.
Þykkar:
Handbók í svikamyllum eftir Hannes Smárason. 3500 bls. Útgefandi: Decode.
Nokkur tips handa græðgisfíklum eftir Jón Ásgeir Jóhannesson. 1550 bls. Útgefandi: Baugur Group.
Rise and Fall eftir Björgólf Guðmundsson. 1200 bls. Útgefandi: West Ham.
Ég sagði ykkur þetta! eftir Prófessor Þorvald Gylfason. 10000 bls. Útgefandi: Háskóli Íslands.
Þunnar:
Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi eftir Dr. Hannes Hólmstein. 2 bls. Útgefandi: Frjálshyggja Group.
Reglur fyrir íslenska banka eftir einkavæðinguna eftir Hr. Davíð Oddsson. ¼ bls. Útgefandi: Útvarp Matthildur.
Erlend samningatækni í efnahagsvanda eftir Árna Mathiesen dýralækni. ¾ bls. Útgefandi: Landlæknir.
Hughreysting handa særðri þjóð eftir Ólaf Ragnar Grímsson Forseta. 5 bls. Útgefandi: Skítlegt eðli ehf.Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 18:17
Úr Myndaorðabókinni
Fólk hefur oft í flimtingum að það sé mynd af einhverju eða einhverjum við hlið ákveðins orðs í orðabókum þegar nafnorð eða lýsingarorð bera á góma. Nú er loks búið að gefa út bókina umtöluðu og hér eru nokkrar myndir af handahófi úr Myndaorðabókinni, en Séð og heyrt "stjörnur" eru áberandi á síðum bókarinnar við hlið orðanna.
Bimbó (ásdísus siliconus) Slanguryrði sem merkir á engilsaxnesku: "heavyset blonde woman who acts stupid" Glyðruleg kona sem hagar sér eins og tálkvendi. Vinnur við það að koma fram fáklædd og fyllingar úr kísilefnum eru á ýmsum stöðum. Sannkölluð síli-kona.
Kvennabósi (fjölnus flagarus) Kvennamaður, kvensamur maður, flagari. Skiptir stöðugt um lagskonur og eltist við kvenfólk út í eitt. Holdgervingur orðsins hefur ósjaldan komist á forsíður slúðurblaða fyrir athæfið og er frægur fyrir það það öðrum fremur.
Hrokagikkur (bjössus hrokagikkus) Ráðamaður sem svarar fólki með hroka, fullnýtir valdið út í ystu æsar og túlkar oft á eigin hátt. Enginn má hreyfa andmælum við svörum hans þótt við blasi að hann sé ekki að segja alveg allan sannleikann.
Hrappur (árnus steliþjófus) Lygilega slyngur smjaðurrefur sem kemst upp með ótrúlegustu hluti árum saman en smokrar sér svo aftur inn á þing eftir að hafa setið í fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað frá hinu opinbera.
Bækur | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2008 | 00:03
Í tilefni dagsins
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2008 | 17:22
Grimms ævintýri árið 3420
Einu sinni var undarlegt lítið land langt úti í rassgati sem stærstur hluti íbúa heimsins vissi ekki að væri til. Þegnar litla landsins þurftu að búa við svakalegasta okur sem fyrirfannst í öllum heiminum, en ráðamenn landsins voru svo heillaðir af bankasnillingum og bissness-spekúlöntum landsins að þeir leyfðu þeim að setja sínar eigin reglur því að þá kæmi svo mikið af auðæfum í ríkiskassann í staðinn, því þeir voru svo duglegir að græða. Í kassann hlóðst svo upp furðulegi gjaldmiðillinn sem landið notaði og vaxtasérfræðingar frá öðrum löndum ráðlögðu þeim að borga ekki upp meiri erlendar skuldir að svo stöddu. Þegnar landsins voru að drukkna í yfirdráttarlánum á okurvöxtum og allskonar neysluskuldum.
Samt héldu ráðamenn litla landsins áfram að segja þegnunum að það væru ekki til peningar í kassanum til að reka spítalana og heilsugæsluna í landinu. Ekki væru til peningar til að annast gamla fólkið og ekki mikill til aur til að laga dauðaslysagildruvegina í kringum höfuðborgina þeirra. Embættismennn þögðu flestir þunnu hljóði. Á þeim tíma hörðu ráðamennirnir nýlokið við að selja velþóknandi vinum sínum fyrirtæki í eigu ríkisins á tombóluprís. Undruðust þó margir þegnanna að í eyðifjörðum og fáförnum dölum landsins höfðu ráðamenn efni á að grafa rándýr göng og byggja risa mannvirki sem innflutt vinnuafl og fyrirtæki höfðu mestan hag af. En það gerðu þeir að miklu leyti til að halda uppi vinsældum hjá þingmönnum fámennu svæðanna svo að landsstjórnin héldi velli í kosningum, það var mikilvægast af öllu.
Landsstjórnin hafði líka mikinn áhuga á því að byggja allskonar fokdýr sendiráð og skrifstofur út um allan heim til að geta verðlaunað gæðinga sína sem höfðu gert vel fyrir flokkana sem þeir komu úr. Sumir ráðamennirnir réðu sig svo sjálfir í enn betri störf í flottum byggingum og hækkuðu sumir eigin laun og eftirlaun upp á eigin spýtur og létu vini sína ráða syni sína í flottar stöður.
Í kringum litla landið var mikið af gjöfulum fiskimiðum sem þegnarnir höfðu lifað á um aldir. Svo kom að því einn daginn að landsstjórnin tók upp á því að gefa þeim bara fiskinn, en aðeins þeim sem áttu báta og skip á sama tíma. Eftir það gátu þeir hinir sömu selt syndandi fiska á svimandi upphæðir og braskað með þá að vild, og högnuðust sumir ógurlega og voru kallaðir kóngar en hinir sem ekkert fengu tóku að lepja dauðann úr skel.
En eitt það undarlegasta við allt þetta ástand í landinu litla var að einhver stofnun utan úr hinum stóra heimi reiknaði út reglulega að lítil sem engin spilling fyrirfyndist í þar. Enginn veit hverju sú stofnun fór eftir í útreikningum sínum, en upplýsingarnar sem þeir unnu eftir komu líklega frá yfirvöldum sjálfum í litla landinu, sem hélt þó alltaf að væri stórveldi í hverju sem það tók sér fyrir hendur. Á endanum sökk landið í skuldafen og hvarf og hópur fornleifafræðinga sem fundu Atlantis hafa leitað þess lengi án árangurs.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2007 | 14:19
Guðni og Simmi
Hefði verið réttara nafn á bókinni um Guðna Ágústsson sem Sigmundur Ernir var að gefa út. Bókin er auglýst grimmt í fréttatímum Stöðvar 2 þessa dagana þar sem eitthvað úr henni er yfirleitt fyrsta eða önnur frétt. En það má víst ekki láta forstöðumann fréttasviðs Stöðvarinnar líða fyrir það að bókin er svona rosalegt tímamótaverk og stútfull af fyrirsögnum. Sjálfhverfan í bókinni er fullkomin þar sem orðin "ég" og "Sigmundur" koma oftar fyrir en góðu hófi gegnir og þar af leiðandi fer maður að halda að bókin fjalli um þá báða. Sennilega hefur Sigmundur ekki verið rétti maðurinn til að skrifa bók um Guðna. Grípum niður á bls 31 í bókinni:
"Þú ert mjög mikill sveitamaður, spyr ég Guðna sem enn horfir í öldur jökulárinnar og virðist sem dáleiddur af þeim. Ég er það Sigmundur minn, og hef aldrei farið leynt með það. Hversu mikill, spyr ég. Í Húð og hár, svarar Guðni og það getur eiginlega ekki orðið meira." ....."Hvernig öðruvísi, held ég áfram að spyrja. Jú, sjáðu til, Sigmundur Ernir, og hér talar Guðni með þremur errum"
Sigmundur rembist líka við að vera ljóðrænn í bókinni (í anda Guðna) og byrjar á fyrstu síðu með látum. Grípum niður í upphafsorð bókarinnar:
"Sunnlenska maísólin líður yfir Eyjafjöllin í austri. Það er stilltur morgunn og sveitirnar þrútna af vellíðan. Líkast til að hann skríði í fimmtán gráðurnar í dag og haldist heiður fram á kvöld. Inni á Selfossi syngur í trjánum. Það má heyra grösin sperra sig í rótinni. Og stöku ormur týnir lífinu"
Þabbara það já.....
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 51521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar