Leita í fréttum mbl.is

Vísnahornið

Í liðinni viku dró einhver minnugur maður fram tveggja ára gamla klippu úr fréttum þar sem Forseti vor er að mæra útrásarsnillingana í hástert og lét þessi fleygu orð falla upp á engislaxnesku: "You ain't seen nothing yet". Nafni hans, Ólafur Auðunsson hirðskáld, var ekki lengi að snara fram kveðskap af tilefninu.

Ólafur var ógnar stór
með auðmannanna stétt.
Og allir sögðu í einum kór
"Jú eint sín notting jétt"

Klapp var stýran stórust þá
og stærilætið þétt.
Er allir horfðu uppá þá.
"Jú eint sín notting jétt"

Ef þotuliðið þeysti á loft
þá flaug 'ann undra létt.
Og það var bara ansi oft
"jú eint sín notting jett"

Útrásinni efldi mátt
það engin nú er frétt.
Og við Dabba er í sátt
"jú eint sín notting jett"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ritstjóri

Guðmundur Bergkvist
Guðmundur Bergkvist
er kamerudýr, bjórhverfinga- maður og fyrrv. óðalsbóndi. Afar áhugasamur um sjónvarp, tónlist, kvikmyndir, eiginkonuna, knattspyrnu, veiðimennsku og internetið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband